Steingrímur Thorsteinsson | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Steingrímur Thorsteinsson 1831–1913

EIN LAUSAVÍSA
Steingrímur Thorsteinsson (1831–1913) fæddist á Arnarstapa á Snæfellsi. Foreldrar hans voru Bjarni Thorsteinsson amtmaður og kona hans, Steinunn Hannesdóttir. Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1851 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist í Hafnarháskóla. Hann kom til Íslands 1872 og gerðist þá kennari við Lærða skólann í Reykjavík og varð að lokum rektor hans og því embætti hélt hann til dauðadags. Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og sneri meðal annars á íslensku Þúsund og einni nótt og þýddi Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar. 

Steingrímur Thorsteinsson höfundur

Lausavísa
Hans verk mun lengi lifa hér