| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Skálkurinn kreistir skammarorf

Bls.87


Um heimild

Sögn sr. Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað.


Tildrög

Páll og Magnús Stephensen konferensráð voru á ferð í Flóanum og spurðu til vegar mann er vann að torfskurði. Þeir hleyptu niður hestunum og þótti leiðsögnin léleg. Segir Magnús þá við Pál: „Kveddu nú vísu um dónann og láttu ekki vera ærlegt orð í.“
Skálkurinn kreistir skammarorf
í skitinni loppu sinni.
Mannhelvítið mer upp torf
úr mýrarháðunginni.