Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Boðið er til búðar Njáls


Tildrög

Efnt var til vísnakeppni á vegum ungmennafélagsins Njáls og kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum.
Boðið er til búðar Njáls
blika aringlæður.
Nú er andinn fleygur, frjáls
fyllum glösin bræður.

 Efnum glaðir öll vor heit
yljuð hjartans máli.
Blessun hljóti blómleg sveit
af Bergþóru og Njáli.