| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Taðan hirt og túnið autt

Skýringar

 Hjalti, sem um er getið í vísunni, var yngstur Hælsbræðra, sona Gests Einarssonar. Hjalti var síðar ráðunautur á Selfossi.

Taðan hirt og túnið autt
töðugjöldin kalla.
Þrátt fyrir sumar þurrkasnautt,
þrátt fyrir storma alla.

Svo var stælt í strákum þel
að stormurinn varð að gjalti.
Við höfum unnið allir vel,
allir, líka Hjalti.


Athugagreinar