| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Skarpan gerðu nú skinnklæðaþerrinn skapari minn


Tildrög

Þorsteinn var formaður í Grindavík.
 Það var einn sunnudag að veður var hvasst en þó ræði að kalla. Tregt hafði verið um fisk dagana áður. Þó fór svo að menn réru. Þorsteinn vildi ekki róa en þótti þó illt að vera í landi ef þeir skyldu fiska og varð honum illa við er þeir fóru. 
Þegar þeir voru komnir í sátur er róið höfðu, kvað hann þessa vísu.
Allt í einu hvessti svo menn urðu að flýta sér til llands. Þeir fengu erfiðan barning en náðu þó allir landi, líklega með sára lófa.
Skarpan gerðu nú skinnklæðaþerrinn skapari minn
svo rekkar fái fyrir róðurinn sinn
rauða lófa en komist þó inn.


Athugagreinar