| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Skýringar

Í Nauthaga, sunnan undir Hofsjökli, var óskaland fjallmanna, náttstaður þeirra innan Fjórðungssands, enda var ævintýralegt að liggja rétt við jökulinn, á grasgefnum valllendisbökkum við snarpheita lind, með allstórt kafloðið starengi út frá.
Hér er undra og öfga svið.
Augað hlær og grætur.
Störin nemur nærri við
nakta jökulfætur.


Athugagreinar