Hringrás | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Hringrás

Fyrsta ljóðlína:Dagarnir koma og fara, lít ég þeirra ljós
Viðm.ártal:≈ 1970–2000
Tímasetning:1985
Dagarnir koma og fara, lít ég þeirra ljós,
og lífið, það slarkar.
En tjóðurband mitt, það nær aðeins út í fjárhús og fjós,
og ferilinn markar.

Og því eru kvæðin mín nærsýn og ná heldur skammt
frá naflanum á mér.
Og heimalningslegt þeirra fjárbragð, ég söngla þau samt
og sendi þau frá mér.

Og svo er ég hættur að vanda mitt ljóð og mitt lag,
þess fékkst lítil borgun.
Því það sem var fyndið í gær, verður fánýtt í dag
og fordæmt á morgun.