Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Brúðkaupsljóð til Gests á Hæli

Fyrsta ljóðlína:Ég vil ei syngja ástaróð
Viðm.ártal:≈ 1900
Ég vil ei syngja ástaróð
þó ástum helgist stundin.
Það getur vakið vígamóð
hjá vilja sem er bundin.
Hér þekkja allir ást og fjör
og ungra manna gaman
en margir bera ástarör
að aftan bæði og framan.

Á hjónabandsins hálkuís
ég hætti ei fæti mínum,
því giftur maður verður vís
að voðaferðum sínum.
Ég himnasælu hugði það
að hafa konu festa
en konulaus í kærleiksstað
ég kalla nú hið besta.

En ég má til að þegja um það
á þessum gleðidegi,
því Gestur er að ganga af stað
á giftra manna vegi.
Ég vona að ferð hans verði löng
og veki gleðistundir,
uns hefja megi sigursöng
er sól hans gengur undir.