Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (71)
Ljóðabréf  (1)
Tregaljóð  (1)

Réttaferðin

Fyrsta ljóðlína:Ég brá mér í Reykjaréttir
Viðm.ártal:≈ 1975
Ég brá mér í Reykjaréttir
ríðandi góðum hesti,
viðbúinn hverslags vosi,
með vasana troðna af nesti.
Væri mér brennivín boðið,
bragði ég neitaði eigi.
Fór ég því fullur úr réttum
fyrst, þegar hallaði degi.

Vígreifur svipunni sveifla.
Svífur minn fluglétti hestur
hátt yfir hverri sprænu.
- Ég hallast og gjörðin brestur.
Leirugur ligg ég í keldu,
léttstígur fákur í brautu,
runninn til rauðskjóttra mera,
- reyrgresið bítur í lautu.

Napurt er náttmálakulið
nístir mig inn að hjarta.
Nú væri betra að bergja
betur á dauðanum svarta,
þeim sem var ofdrukkinn áður
og útheimti slys og vanda.
Slaga ég móður í mýri,
- myrkur til beggja handa.

Sinan flækist um fætur.
Fátt er um kennileiti.
Eintómar andskotans þúfur
og áfram ég göngu þreyti.
Helvíti er harðsvírað lífið
höktandi út í móa.
- En skríða til bæja á Skeiðum
er skömm -góðum bónda úr Flóa.