Haust | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Haust

Fyrsta ljóðlína:Húmblæjur leggja haustsins sterku armar
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2011
Húmblæjur leggja haustsins sterku armar
hægt yfir landið. Blómið fagurrauða
leggur sig þreytt og fölt að flosi jarðar
finnur sér beð í mildum stundardauða.
Móðirin sefur sængum moldar í
sumarið læðist inn í draumsins heima.
Brosandi mun það brátt um loftið sveima.
Barnið mitt fær þá rauðan koll á ný.