Minning | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Minning

Fyrsta ljóðlína:Ég man þær björtu nætur, ég man þá liðnu daga,
Viðm.ártal:≈ 1955–2000
Tímasetning:1960
Ég man þær björtu nætur, ég man þá liðnu daga,
sú minning verður geisli á ævi minnar slóð.
Þau æskubjörtu kynni, sú yndislega saga,
sá eldur sem við kveiktum, sú logabruna glóð.

Þá er gott að sofa og dreyma liðna daga,
þá dunar gamla lagið sem alltaf minnti á þig.
Og himins festing logar af björtum ljósum Braga,
þá blikar morgunstjarna, hún veit þú kysstir mig.