Rekstrarljóð | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Rekstrarljóð

Fyrsta ljóðlína:Skólans úr skjóli
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1903

Skýringar

Við brottrekstur 2.bekkinga úr Lærða skólanum 1903
Skólans úr skjóli
skyndilega er búist
hamingjuhjólið
hefur þannig snúist
Kapp er keyrði úr hófi
kvað upp sleggjudóma
alveg einróma.

Herrarnir háu
heyri hvað ég segi
Mein mörgu þeir sáu
en meinabætur eigi
Úrræði því urðu
ein við drengjabrekum
Rekum þá, rekum.

Brottreknu bræður
brautir gerast hálar
geymast þó glæður
gneisti hverrar sálar
Nú sem fyrr skal neyðin
nöktum kenna að spinna
-vér munum vinna.


Athugagreinar