| Kvæðasafn Vestmannaeyja
Kvæðasafn Vestmannaeyja

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (26)
AAAA3

Hörð eru sig í Háubælum og hættuleg

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.45–46


Tildrög

Í svonefndum Stórhellum austan í Hellisey í Vestmannaeyjum er mikil súlnabyggð. Þar þóttu erfiðustu sig í Eyjum „eins og þessi gamla vísa vottar. Vísan er reyndar venjulega höfð svona:

Hörð eru sig í Háubælum og hættuleg.
Hábrandinn ei hræðist ég
en Hellisey er ógurleg.

  Eyjólfur Gíslason frá Búastöðum heyrði vísuna hafða á hinn veginn í æsku sinni og bendir á að þannig sé hún líka eðlilegri. Stigmögnunin helst þar stöðug í henni.“

 
Hörð eru sig í Háubælum og hættuleg.
Hábrandinn og hræðist ég
en Hellisey er ógurleg.