| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Að því finn eg illan keim

Bls.151
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Vísan er líklega kveðin rétt fyrir vertíðarlok 1823 um tóbak sem Gísli hafði fengið fyrir vinnu hjá Óla Sandholt verslunarmanni í Reykjavík. Voru það tóbaksblöð fúin og bað Gísli Einar stúdent Jónsson, sem einnig var verslunarmaður í Reykjavík, að láta sig hafa tóbak og heimta í staðinn tóbaksverðið hjá Óla. Einar sagðist skyldu gera það ef Gísli kvæði vísu um tóbak Óla. Fór hann síðan með Gísla til Óla Sandholt og kvartaði yfir tóbakinu. Óli taldi það gott og sýndi fúin tóbaksblöð sín. Orti þá Gísli vísuna. Óli reiddist henni en einkum þó að Einar skyldi hlæja dátt að. Fékk Gísli svo vel útilátið gott tóbak hjá Einari.
Að því finn eg illan keim
eins og fúnum njóla.
Taki djöfull til sín heim
tóbakið hans Óla.