| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Þú mátt ekki fara frá mér

Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Piltur og stúlka á Laugaskóla höfðu dregið sig saman að kvöldlagi í húsgrunni nokkrum og var þeim þar heldur ógreiðfært í myrkrinu. Heyrði Konráð og fleiri sem þar voru í námunda að stúlkan bað piltinn um að fá að halda í eitthvað á honum og fara ekki frá sér í þessu torleiði. Orti þá Konráð vísu þessa.
Þú mátt ekki fara frá mér
fljóðið stynur.
Leyf mér að halda í eitthvað á þér,
elsku vinur.