Konráð Erlendsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Konráð Erlendsson 1885–1957

FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Konráð var fæddur á Brettingsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur Erlends Sigurðssonar bónda á Brettingsstöðum og konu hans, Sigríðar Ásmundsdóttur frá Ófeigsstöðum í Kinn. Konráð var í Lýðháskólanum í Askov á Jótlandi 1906–1908 og sótti þar kennaranámskeið 1908. Þá stundaði hann nám í Statens Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn 1908–1909. Konráð var lengst af kennari í Þingeyjarsýslu, síðast á Laugum 1925–1949. Kona hans var Helga Arngrímsdóttir frá Ljósavatni og áttu þau saman þrjú börn. (Sjá einkum Kennaratal á Íslandi I. Reykjavík 1958, bls. 424). Konráð var prýðilega hagmæltur en hirti lítt um að halda kveðskap sínum saman.

Konráð Erlendsson höfundur

Lausavísur
Hnignar búandans búi
Verði sakir sannaðar
Vindur þaut um veðraslóð
Þú mátt ekki fara frá mér