| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Þó lagður sértu í logandi bál

Bls.158–159


Tildrög

Gísli Konráðsson segir frá óvináttu Hafnareyjar-Gvöndar (Guðmundar Sigurðssonar í Hafnareyjum) og Þormóðar í Gvendareyjum í Söguþáttum sínum. Greinir hann frá því að þeir hafi senst á sendingum en að lokum sæst og hafi Gvöndur lofað honum galdrabók sem hann átti eftir sig dauðan. Þormóður náði þó aldrei bókinni. Gvöndur gekk og „drjúgum aftur og kvaldi bæði menn og fénað, ella drap með öllu, að kallað var; kom svo að Þormóður kom til og fékkst leingi við að koma honum fyrir; lét hann að lyktum grafa Gvönd upp og brenna kroppinn, og nálega þótti honum aldrei óhætt fyrir Gvöndi; kvað Þormóður vísu þessa um hann“. (Söguþættir eftir Gísla Konráðsson. Reykjavík 1915–1920, bls. 158– 159)

Skýringar

Þó lagður sértu í logandi bál,
líka til ösku brenndur,
hugsa eg til þín hvert eitt nál,
Hafnareyja-Gvendur.