| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Álfar hreykja issum sín

Bls.156–157


Tildrög

Gísli Konráðsson segir það tildrög þessarar vísu að Þormóður í Gvendareyjum og Hafnareyjar-Gvöndur (Guðmundur Sigurðsson í Hafnareyjum), sem talinn var fjölkunnugur, hafi eldað grátt silfur og sent hvor öðrum sendingar. Svo var það eitt sinn þá „Þormóður sat á palli um rökkur, er draugur kom að honum; varð Þormóði heldur hverft, er hann var óvarbúinn. Þóra dóttir Þormóðar sat skammt frá honum; urðu honum þá ljóð af munni, svo hún vissi hvað um var.“ Eftir að Þormóður hafði kveðið vísuna kveikti Þóra ljósið og „fékk þá Þormóður fyrirkomið draugnum.“ (Söguþættir eftir Gísla Konráðsson. Reykjavík 1915–1920, bls. 156–157)
Álfar hreykja issum sín,
eldi feykja mér fyrir brýn,
þankann veikir þeirra grín.
Þú mátt kveikja, dóttir mín.