| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Mína Jesús mýk þú raun

Bls.150
Flokkur:Ákvæðavísur


Tildrög

Gísli Konráðsson segir frá því að Þormóður hafi búið þrjá vetur í Vaðstakksey með konu sinni, Guðrúnu Helgadóttur. Vísar hann til vísu einnar eftir Þormóð til staðfestingar þeirrar búsetu hans og að undir það síðasta hafi verið orðið þröngt í búi hjá honum þar og segir alsagt „að þar væri hann vetur þann, er kona hans lá á gólfi, og voru þau þá með öllu ljósmatarlaus. Þótti Þormóði þá neyð mikil að sitja í myrkri, einkum er svo við vissi.“ Segir Gísli að þá hafi hann kveðið vísu þessa og bætir við: „Eptir það gekk Þormóður út og ofan til sjóar, og fann þar nýrekinn sel dauðan, og hafði lýsi hans þegar til ljósa.“ (Söguþættir eptir Gísla Konráðsson. Reykjavík 1915–1920, bls. 150)

Skýringar

Mína, Jesús, mýk þú raun,
mæni eg til þín, hjálpin væn,
þína send mér bjargar baun,
bænheyr lífsins eikin væn.