| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Ap jún sept nóv þrjátíu hver

Flokkur:Minnisvísur


Um heimild

Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd (f. 1945) lærði vísuna þannig sem barn.


Tildrög

Skýringar

Vísan er úr bókinni „Calendarium – Íslenskt rím“ sem út kom á Hólum 1597 og talin er eftir Arngrím lærða nema hvað „rímvísurnar“ í því eru eftir Ólaf Guðmundsson, ortar til að festa mönnum rímfræðina í minni. Þar er vísan þannig: Ap., jún., sept., nó. þrjátiger, / einn til hinir kjósa sér. / Febrú tvenna fjórtán ber, / frekar einn þá hlaupár er. — En nú er hún jafnan höfð eins og að ofan greinir.
Ap., jún., sept., nó(v). þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber,
frekar einn þá hlaupár er.