| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Min er lyst i ferðum fyrst

Höfundur:Jón Arason biskup
Bls.176
Flokkur:Hestavísur


Tildrög

Sagt er, að Jóni Arasyni hafi í æsku leikið hugur á að eignast móálóttan hest. Eigandinn, Jón að nafni, kvaðst mundu gefa nafna sínum hestinn, ef hann gæti kveðið vísu, meðan hann gengi einu sinni kringum hann og nefnt nafn hans í öðru hverju vísuorði. Jón gerði það og er vísan svona:
Min er lyst i ferðum fyrst
að fara í kringum Móaling,
finna þar hinn fróma mann,
er fær mér slyngvan Móaling;
átt hefi' eg i aurum fátt
annað þing sem Móaling.
Því er min bón, að bóndinn Jón
bringi mér sinn Móaling.