| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Útvörður okkar fjarðar

Bls.20. tölublað 2023, bls. 7
Bragarháttur:Dróttkvætt

Skýringar

Árni Geirhjörtur Jónsson umsjónarmaður vísnaþáttarins „Mælt af munni fram“ í Bændablaðinu gerir grein fyrir því að þessi dróttkvæða vísa eftir Rósberg G. Snædal hafi fundist „innan í einni af bókum hans" eftir að hann dó. Mun Rósberg hafa ort hana um útvörð Skagafjarðar árið 1980 þrem árum áður en hann dó en þá var hann kennari á Hólum í Hjaltadal.
Útvörður okkar fjarðar
ægifögur með kögur
öldunnar brimrót alda
afrenndur klettur stendur.
Drangey á drafnarengi
dýrmætust perla merlar,
hyllir við hafsbrún gulli
hádegi sólar slegin.