| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Margur rakkki að mána gó

Höfundur:Jón Þorláksson
Bls.413


Tildrög

Á undan vísunni eru eftirfarandi skýringar við þessa vísu Jóns:

„Sá maður var í Breiðafirði þegar Jón Þorláksson var þar, sem Helgi hét, son Þorkels Sigurðarsonar er kallaður var laga-móri. Helgi fékkst við bókband og vann um hríð fyrir Boga í Hrappsey, þángaðtil þeir urðu ósáttir, og orti þá Helgi háðkvæði um prentsmiðju Boga og er kallað Skáleyjarbragur; það er upphaf að honum: „Prentararnir fóru flatt“. Bogi fékk Jón Þorláksson til að svara Skáleyjarbrag...„
   Síðan eru nefnddar tvær vísur úr því kvæði og birtar og er þessi vísa sú fyrri. Er hún löngu orðin fleyg sem lausavísa.
Margur rakkki að mána gó
mest þegar skein í heiði
en eg sá hann aldrei þó
aftra sínu skeiði.