| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Mannlýsingar


Tildrög

Um mann í Blönduhlíð sem dó og var Gísli Konráðsson beðinn að yrkja um hann, en hann sagði að hann gæti það ekki, hann hefði ekki þekkt manninn. Það var ekki fyrirstaða fyrir Hallgrím lækni.

Skýringar

Satt um manninn segja ber,
sjálfs að efnum bjó hann.
Engum gerði illt af sér
eða gott. Svo dó hann.