| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Þótt napur sé skammdegis nístingskaldi
við Norður-Íshafsins skaut.
Er brimið fellur að feigðarsandi
og farmannssnekkjuna braut.
Þótt veturinn sorgum í bikarinn blandi
hún bugar oss ei sú þraut.
Því svo kemur vorið með sól yfir landi
og sveiflar myrkrin´ á braut.