| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Sólin hellir geislaglóð.
Gleður kellu ljóminn
þegar ellin yfir fljóð
er að fella dóminn.

Nú má kalla sífelld sól
svipti mjalladúkum.
Fyrir alla eitthvert skjól
undir fjallahnjúkum.

Sólin kyndir klakatind.
kætist vindabragur.
Dregur í skyndi dýrðarmynd
dagur yndisfagur.