| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Njáll Sighvatsson dvaldi um tíma hjá séra Böðvari á Hrafnseyri. Þá var þar vinnumaður er hafði orðið það á að gera eina vinnukonuna ólétta en var trúlofaður stúlku á Þingeyri. Þegar hann vissi hvernig komið var, fékk hann leyfi prests til að fara á fund unnustu sinnar. Vildi hann sjálfur segja henni hvernig komið var og þótti hann maður að meiri. Þegar hann fór úr hlaði á Hrafnseyri kvað Njáll vísuna.

Skýringar

Pjakkaði staf í stéttirnar,
stefndi á leiðir kunnar,
að flýta sér með fréttirnar
á fundinn kærustunnar.