Mið veit ég mörg | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Mið veit ég mörg

Fyrsta ljóðlína:Mið veit ég mörg
bls.87
Viðm.ártal:≈ 900

Skýringar

Vísan er sögð vísa norður á Sporðagrunn, sem var ysti hluti Skagagrunns. Hér er því ekki um núverandi Sporðagrunn að ræða. Miðin eru öll í Húnaflóa nema Matklettur í Ketubjörg, en það mið er í Skagafirði.
Mið veit ég mörg,
Matklett á Björg.
Beri Neðrinöf
í Naglfararöf.
Heirði ég ei þó Kaldbak kali,
Kyrpingsfjall í Leynidali.
Komi þar enginn kolbúlugur úr kafi,
þá mun ördeyða í öllu norðurhafi.