Ludvig Kemp Illugastöðum Skag. 1889–1971
EITT LJÓÐ — 181 LAUSAVÍSUR
Ludvig Kemp var fæddur í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Hét hann fullu nafni Ludvig Rudolf Stefánsson Kemp. Foreldrar hans voru Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum, og fyrsta kona hans, Helga Ludvigsdóttir. Móðir hans var berklaveik og ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Kemp lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1909 og frá Verzlunarskóla Íslands 1911. Þá réðst hann norður í Skagafjörð. Kvæntist hann þar Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík í Breiðdal árið 1912. Kemp var bóndi á Illugastöðum í Laxárdal 1914–1947 og jafnframt MEIRA ↲
Ludvig Kemp var fæddur í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Hét hann fullu nafni Ludvig Rudolf Stefánsson Kemp. Foreldrar hans voru Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum, og fyrsta kona hans, Helga Ludvigsdóttir. Móðir hans var berklaveik og ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Kemp lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1909 og frá Verzlunarskóla Íslands 1911. Þá réðst hann norður í Skagafjörð. Kvæntist hann þar Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík í Breiðdal árið 1912. Kemp var bóndi á Illugastöðum í Laxárdal 1914–1947 og jafnframt vegaverkstjóri. Síðan bjó hann á Akureyri í tvö ár en flutti þá til Skagastrandar þar sem hann stundaði skrifstofustörf í mörg ár. Kemp var landsþekktur hagyrðingur á sinni tíð en ekki þótti kveðskapur hans eiga við í fínni selskap. (Sjá Skagfirskar æviskrár. Tímabilið 1910–1950, IV, bls. 213–218) ↑ MINNA