Friðrik Hansen 1891–1952
TVÖ LJÓÐ — 46 LAUSAVÍSUR
Friðrik var fæddur á Sauðá í Borgarsveit 1891, sonur hjónanna Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur frá Garði í Hegranesi. Friðrik nam í unglingaskóla á Sauðárkróki og fór síðar í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1915. Hann fékkst eftir það nokkuð við kennslu bæði í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu auk þess sem hann var einn vetur heimiliskennari austur í Hróarstungu. Friðrik kvæntist Jósefínu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu árið 1919 og bjuggu þau eitt ár í Garði í Hegranesi en fluttu síðan á Sauðárkrók þar MEIRA ↲
Friðrik var fæddur á Sauðá í Borgarsveit 1891, sonur hjónanna Christians Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur frá Garði í Hegranesi. Friðrik nam í unglingaskóla á Sauðárkróki og fór síðar í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1915. Hann fékkst eftir það nokkuð við kennslu bæði í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu auk þess sem hann var einn vetur heimiliskennari austur í Hróarstungu. Friðrik kvæntist Jósefínu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu árið 1919 og bjuggu þau eitt ár í Garði í Hegranesi en fluttu síðan á Sauðárkrók þar sem hann gerðist kennari og var jafnframt oftast vegaverkstjóri á sumrum. Jósefína kona Friðriks andaðist 1937. Síðari kona hans var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal í Blönduhlíð. Friðrik dó á landspítalanum í Reykjavík liðlega sextugur. Á uppvaxtarárum Friðriks sveif andi nýrómantíkur í lofti og ungmennafélagshreyfingin og sjálfstæðisbarátta áttu hug æskunnar og ber skáldskapur hans þess glögg merki. Engin ljóðabók kom út eftir Friðrik að honum lifandi en síðan hafa verið gefnar út tvær ljóðabækur með skáldskap hans: Ljómar heimur (1957) og Ætti ég hörpu (1982). (Sjá einkum Friðrik Hansen: Ætti ég hörpu. Hannes Pétursson annaðist útgáfuna. Iðunn. Reykjavík 1982) ↑ MINNA