Einar Friðgeirsson á Borg | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Einar Friðgeirsson á Borg 1863–1929

50 LAUSAVÍSUR
Einar var fæddur í Garði í Fnjóskadal, sonur Friðgeirs Olgeirssonar söðlasmiðs og Önnu Ásmundsdóttur að Þverá í Dalsmynni og ólst hann upp á Þverá hjá Gísla móðurbróður sínum frá fimm ára aldri. Einar útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887 og varð sama ár aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum en fékk Borg á Mýrum árið eftir, 1888, og hélt þann stað til æviloka. Hann var prófastur í Mýraprófastsdæmi 1892–1902. Kona Einars var Jakobína Sigurgeirsdóttir frá Galtastöðum. Einar var prýðilega hagmæltur og birtist meðal annars skáldskapur eftir hann í Óðni undir dulnefninu Fnjóskur. (Sjá: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár I, bls. 348)

Einar Friðgeirsson á Borg höfundur

Lausavísur
Augun tala enn um vor
Augun tapa yl og glans
Augun voru opinská
Bjuggu fyrr í björgum öll
Bogi í nesið Borgar fer
Braga oft ég bið um lið
Bráðum lægir lífsins hrönn
Dauði er hér og dauði er þar
Ef að Þorsteinn drepur dáð
Ef hjartað nístir heljarþrá
Ef hún fóstra að því spur
Ef þú kemur upp í sveit
Einhvern vekur óþarfa
Enn er foldin alsnjóa
Ég komst í gær á kendirí
Ferhendan er fjörug enn
Glatt vér skulum láta loga
Grýtt er landsins Gníputóft
Harma sár í hjartastað
Hranalega hræsvelgur
Hún brosti langhýrast af ungfrúnum öllum
Hýrna tekur heims um ból
Í flokki virða fremstur er
Í gær ég sór að gæta mín
Í henni býr ei hjarta hrafns
Íslenskan er afbragðs mál
Kaldsætt var í kirkju í dag
Leikur varla á tungum tveim
Líf er hér og líf er þar
Mér leiðast tekur þetta þing
Oft mig gleður þrasið þitt
Orðin fjalla ekki á glæ
Sankti Pétur sagði mér
Skáldin með hávaða og harki
Syngur boðinn svignar rá
Vinsemd Þuru vildi ég ná
Vonskastu ei af vanþökkum
Ynd er að leggja eyra við
Það er bænda stærsta stolt
Það er orðið æði fátt sem ég ferð feginn
Þann ég undrast sólarreit
Þeir sem hafa á vífum vit
Þekkist ekki þægra mál
Þessi blíða er himneskt hnoss
Þig sem klappar kollinn minn
Þó að eðli þyki svíns
Þó að svartbrýn sorgarský
Þær sem að sér ugga síst
Æskan hefur yndi af fögrum ástarkvæðum
Æskuvonir allar hverfa