Dýrólína Jónsdóttir | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Dýrólína Jónsdóttir 1877–1939

23 LAUSAVÍSUR
Dýrólína var fædd á Hrauni í Goðdalasókn í Skagafirði, dóttir Jóns Guðmundssonar (1847–1914) og fyrri konu hans, Guðrúnar Pálsdóttur (1849– 1884). Hún missti ung móður sína og var um tíma hjá móðursystkinum sínum en flutti síðan aftur til föður síns og ólst upp hjá honum. Dýrólína var tvo vetur (1897–1899) í kvennaskóla Akureyrar og síðar einn vetur í Reykjavík og mun þar eitthvað hafa notið tilsagnar hjá frænda sínum Pálma Pálssyni menntaskólakennara. Hún kenndi síðan börnum í Goðdalasókn á árunum 1902–1906 og 1907–1909. Árið 1915 giftist hún Birni Guðmundssyni bónda á Fagranesi á Reykjaströnd og átti þar heima til dauðadags 1939. – Dýrólína var góður hagyrðingur og fékkst einnig nokkuð við smásagnagerð í stopulum tómstundum.

Dýrólína Jónsdóttir höfundur

Lausavísur
Aldrei harm né hugraun fann
Allt er hljótt um haf og sund
Ásýnd mæra geislaglans
Drýpur regn og dignar hóll
Ef þú sendir meyju mund
Er mitt heiti úti í skóg
Geislum fækkar beinaber
Greiða vindar gisin ský
Hopa vindar hýrnar brún
Illa mynntur augnaber
Klökknar njólu kalda brá
Laufey stundum hefur hátt
Lítið drottinn lét í té
Margt til bóta guð þér gaf
Meðan sólin svölu hjá
Mörgum fatast valið vina
Samboðinn ég svanna tel
Skinið hrindir skör af ál
Sólin málar leiðir lands
Vaknar Kári og varpar önd
Vel í bóli sóma sér
Yndi brjálar ástasjúk
Það er einu orði sagt