Brott úr hryggð og hættum | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Brott úr hryggð og hættum

Fyrsta ljóðlína:Brott ur hryggð og hættum
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Ljóðið er að finna á minningarblaði um Steindóru Bjarnardóttur en hún var systir Björns Bjarnarsonar í Grafarholti í Mosfellssveit. Steindóra lést 23. janúar 1885.
Brott úr hryggð og hættum
hrifin er, og svifin
heimi frá til himna,
hvar með engla skara
lof og dýrð eilifa
lausn og náð fyrir þáða
greiðir hæstum guði
góð, af hjartans sjóði.


Athugagreinar

Óvíst um höfund, ljóðið er á blaði sem er með nafngreindum vísum eftir Björn Bjarnarson frá Grafarholti, því er spurning hvort um sama höfund sé að ræða.