Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fossinn! | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Fossinn!

Fyrsta ljóðlína:Fossinn syngur fagran óður
Viðm.ártal:
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Guðfinna orti þetta til systur sinnar Kristrúnar Eyjólfsdóttur.
Fossinn syngur fagran óður
freðinn stendur rósakrans
hann er ætíð hlýr og góður
hretviðra þó herði dans
syngur hann um sauma tróðu
sem að byggir sunnanlands.

Man hann eftir meyju í tómi
marg oft sat hún brekku í
fagurleit hjá fríðu blómi
fannst þó ekki af sorgum frí.
Fossinn kvað með köldum rómi
en kvæðin voru ásta hlý.

Nú eru blessuð blómin falin
brekku samað stóðu í
af þeim Görni allur kalinn
aftur vaxa munu ný
vorið þegar vermir dalinn
og vonar sunna unaðs hlý.

Þá væri betur besta systir
blóm inn til þín komin mörg
og allt hvað þig óska lystir
okkur frá af jurta björg
og fagur búinn Fugl með kvisti
flýi til þín glöð og fjörg.

Það var yndi og unun mín
oft með þanka veika
uppað Fossi ég til þín
einatt gerði reika.

Manstu eftir Kristrún kær
hvergi mein oss þjáði
er við sátum systur tvær
saman grænu á láði.

Og vorum spalla um víf og hal
virða lönd og borgir
grundir hjalla og gróinn dal
gleði manna og sorgir.

Óskin vakir eina mér
eins í vöku og blundum
að finnast aftur fáum vér
frera lands á grundum.

Kysstu blessað blómið mitt
bjartur litli maður
hugarfarið hans er blítt
hýr og lind is glaður

Óður þenna enda best
ætla ég engu spilli
þínum óska ég manni mest
magnist gæfa og snilli.