Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ísland, Ísland, ó, ættarland | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ísland, Ísland, ó, ættarland

Fyrsta ljóðlína:Ísland, Ísland, ó, ættarland
bls.127
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:8. apríl 1868

Skýringar

Undir titli stendir: „Minni Íslands, 8. apríl 1868“
Ísland, Ísland, ó ættarland, 
þú aldna gyðjumynd; 
þars báran kyssir svalan sand, 
En sólin hnýtir geisla-band 
Um hrími þakinn hamra-tind, 
í himins blárri lind. 

Vér æ í lífsins yndi’ og harm 
þig elskum fósturgrund; 
þótt klaka-hlekkir kreisti arm 
og kalt sé við þinn móðurbarm, 
þar viljum eyða ævi-stund, 
og efsta festa blund. 

Í faðmi þér nam finna skjól 
in forna kappaþjóð, 
þá skein in fagra frelsis-sól 
á fólknárunga höfuðból; 
þá heyrðust fögur hetju-ljóð 
á hrímgri jökulslóð. 

Þig sögu-gyðjan himin-hrein 
til hælis valdi sér, 
þú geymir frægra feðra bein 
og forna vætt í hverjum stein, 
og helgaður hver hóll á þér 
af hetjublóði er. 

Ísland, Ísland, ó ættarland, 
þér öld nú renni fríð; 
og meðan úfið eyja-band 
inu aldna hverfist þinn um sand, 
þig signi auðnan ástarblíð 
um alla heimsins tíð.