Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ólund | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólund

Fyrsta ljóðlína:Háum helst und öldum
bls.72
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Háum helst und öldum,
hafs á botni köldum,
vil eg lúin leggja bein,
á hálu hvílast þangi
í hörðum sjávargangi
undir höfði unnarstein.
2.
Er á sumrum sunna
í svalra voðir unna
vefur bjartra geisla glit,
dimmum þá í draumi,
djúpt í marar straumi
fölur meðal fiska eg sit,
3.
og á dauðra drauga
döpru og brostnu auga
horfi eg kaldan hrikaleik;
eða eg stúrinn stari
á stirðnuð, sem í mari,
liðinna volkast líkin bleik.
4.
Og þó enginn gráti
yfir mínu láti,
hvorki sveinn né svanni neinn,
mun yfir mér þó dynja
mar, og þungan stynja
dökkur, bylgjubarinn steinn.