Kom, söngsins guð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kom, söngsins guð

Fyrsta ljóðlína:Kom, söngsins guð - og syng um líf og hel
bls.43–44
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fimmkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1916

Skýringar

Fyrir neðan kvæðið stendur með smáu letri:
Aths.: Að nokkru þýtt. Sbr. „Kom, du, o, sångens gud“ eftir Daniel Fallström.
1.
Kom, söngsins guð - og syng um líf og hel
og sorg og yndi, haust og vorið bjarta.
Þér, harpan dýra’, eg heill og tryggðir sel
og harminn þunga kveð; Far vel! Far vel!
– Nú finn ég sælu og frið í brostnu hjarta.
2.
Um aftan gulli roðinn óð minn syng,
þá unaðsgeisla er ljóma á rúðum mínum.
Í söngsins landi er sett og haldið þing
og sál mín undir tekur, björk og lyng
í blænum hvísla, brosa að glettum sínum.
3.
Mér finnst ég heyra fossinn hvísla að mér
um fegurð þá er sál mín ann og dáir.
Í andans heimi ást mín vaggar sér,
á öldum ljúfra tóna harðar fer
mín hraðfleyg önd er himinsælu þráir.