Von og kvíði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Von og kvíði

Fyrsta ljóðlína:Burt með von og burt með kvíða
bls.383
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) ferkvætt AbAAb
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1906
1.
Burt með von og burt með kvíða,
bæði raska hjartans frið,
nú-ið sorglaust látum líða,
langt er eigi þess að bíða
sem var áðan ókomið.
2.
Sorgir eru börnin beggja,
bregðast vonir, kvíði er sár,
hugann oft á heimsku eggja,
holl þau sjaldan ráðin leggja,
eyða gleði og geta tár.