Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heimsósómi Skáld-Sveins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heimsósómi Skáld-Sveins

Fyrsta ljóðlína:Hvað mun veröldin vilja
bls.0
Bragarháttur:Kansóna, Skáld-Sveinsháttur
Viðm.ártal:≈ 1500
Flokkur:Heimsádeilur
1.
Hvað mun veröldin vilja?
Hún veltist um svo fast
og hennar hjólið snýr.
Skepnan tekur að skilja,
skapleg setning brast
og gamlan farveg flýr.
Hamingjan veltir hjóli niður til jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
en leggst í spenning löndin, góss og garðar
en það aktast miður sem meira varðar.
2.
Þung er þessi plága
sem þýtur í vort land
og sárt er að segja frá.
Millum frænda og mága
magnast heift og grand,
klagar hvör mest er má.
Á vorum dögum er veröld á hörðu reiki,
rétt er ei undur þó að skepnan skeiki,
sturlan heims er ei létt í leiki,
lögmál bindur en leysir peningurinn bleiki.
3.
Svara með stinna stáli
stoltarmenn fyrir krjár
en vernda lítt með letur.
Þann hefur meira úr máli
mannastyrkinn fár
og búkinn brynjar betur.
Hjálmur, pansari, plassa og skyggður skjómi
skúfar lögum og rétti burt úr dómi,
að slá og stinga þykir nú fremd og frómi,
féð er bótin, friður, sátt og sómi.
4.
Hinn sem peninginn plægir
plokkan öll er töm
með okur og ránin röng,
hvörjum þrælnum þægir
þörf er jöfn og söm,
bæði bráð og löng.
Peningur veitir völd en minnkar náðir,
verða margir dugandismenn forsmáðir,
sviknir bæði, sóttir heim og hrjáðir,
sinn mun hvör þá réttinn standa báðir.
5.
Hvört skal lýðurinn lúta?
Lögin kann enginn fá,
nema baugum býti til.
Tekst inn tollur og múta,
taka þeir klausu þá
sem hinum er helst í vil.
Vesöl og snauð er veröld af þessu klandri,
völdin efla flokkadrátt í landi,
harkamálin hyljast mold og sandi,
hamingjan bannar að þetta óhóf standi.
6.
Hvað er nú heimi verra?
Hann er misjafnt dæll
og veltur á horni hallur.
Mútan er mannsins herra,
enn mun hann hennar þræll,
svo fer sigurinn allur.
Hann hrekst og vakir og veslast í sitt hjarta,
hann verður að leysa marga myrkva parta,
þar skyggir yfir hans skilningsljósið bjarta,
eg segi með öllu síður en ekki skarta.
7.
Hvað er að fénu fengnu,
fyrst það kemur heim
í rúman ríkis garð?
Það gleymir ári gengnu,
hann greip fyrir tveimur og tveim,
snauður af sælu varð.
Hann gjörir sig rífan, rússar, drekkur og býtir,
en ríkismann við lítilmagnan kýtir,
kotungur eftir kúm og sauðum sýtir,
sjálf náttúran þennan lifnað lýtir.
8.
Þegar hann veitir veislur
vinur er margur í nóg,
þótt væri enginn áður.
Stoðar þá bón og beiðslur
en ber þó upp lítinn plóg,
nema fyrir skuldum skráður.
Falli nökkuð hamingjubann til handa,
heldur sé eg þá vinina fjærri standa,
er hann þá eftir einn í sökum og vanda,
ærið mörgum sé eg þann voðann granda.
9.
Svo er ágjörn augu
auðugs manns og brjóst
sem grimmt helvítis gin,
dofin sem drukkin í laugu,
þau draga til leynt og ljóst
auð, sinn æðsta vin.
Æ þess heldur sem hefur hann góssið meira,
heit ágirnin þyrstir á enn fleira,
líkt sem sjávarsandur og sprungin leira.
Sé eg ei nær að hönum mun illa eira.
10.
Sár er þessi þorsti
sem þrengir ríkisfólk,
það girnist fátæks fé.
Þeir eiga einatt kosti,
öl eða vín sem mjólk,
stöðvi stundar hlé.
Sinni gjöra þeir sálu út að voga,
svarlegt væri öðru fé að lóga,
þó að hann svelgi sjóinn og lönd sem skóga
síður en áður hefur hann peninga nóga.
11.
Dregst með þessu drafli
dyggð á annan hátt
og siðanna setning öll,
störf og stundlegur afli
styttir daginn sem nátt,
svo verða þessi föll.
Það er og skjótt að skekinn mun vindur úr æðum
og nárinn kaldur numinn úr fögrum klæðum,
valdi sviptur og veraldar öllum gæðum,
veltur í gröfina áta ormum skæðum.
12.
Hann veltur pall af palli
því plægir fram um þörf
og tapar trúnni þrátt.
Hann fær fall af falli,
fyllandi rangleg störf
en gjörði hið góða fátt.
Hafandi sjaldan hjartað Guði til handa,
hnígur því undir kvöl hins forna fjanda,
þar eru nauðir nógar allra handa,
náðarlaust mun þetta heimboð standa.
13.
Sú sála er sínum gæðum
sáði í þarfir oft,
af vondum völdum sködd.
Hún sn‡st frá snöggvum klæðum,
snarar sér upp í loft
og hljóðar hárri rödd:
Þú ríki burgeis, bú þig vopnum góðum
og buga þann fjanda sem steypir yfir þig glóðum,
gef til hjálpar gull og silfur úr sjóðum,
þú grottaðir meira þar við forðum stóðum.
14.
Hvað er nú gott til greina?
Hann greip við öflga hönd
í þessari sturlan staddur.
Hann gjörir með glæpi eina
gæðalausa önd,
þá hann er kvalarans kvaddur.
Krafið er skyn fyrir skeikan hugarins orða,
skelfur himinn og heimur á millum sporða,
styður þá hvörki stoð né nökkur skorða,
staður er enginn leyndur að megi sér forða.
15.
Vart mun verndir greiða,
vín og bjór sem malt,
það aura eyðslu veldur.
Á þingi því enu breiða,
þreytt er lögmál allt,
það himnakóngurinn heldur.
Sála kotungs kærir eftir sínu,
kúgaður missir fjár með holdsins pínu.
Þú góði hofmann, gæt að ráði þínu
og geym vel þess þig snertur í kvæði mínu.
16.
Þú ert á þessu róti
með þvílíkt líf og sál
sem skilur við heiminn hér.
Þú ert ei gjör af grjóti,
þú getur ei klæðst með stál,
þú flytur ei fé með þér.
Tak þér vara því tími er aftur að venda,
trúna ber þér fram í veginn að senda.
Jesús Christus láti oss lukku henda,
lífið gott og langt en bestan enda.