Kansóna, Skáld-Sveinsháttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kansóna, Skáld-Sveinsháttur

Kennistrengur: 10l:(o)-x(x):3,3,3,3,3,3,5,5,5,5:AbcAbcDDDD
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er tíu línur og skiptist í tvo ólíka hluta. Í fyrri hluta eru sex línur þríkvæðar sem skiptast í tvo samhverfa hluta. Eru fyrsta og fjórða lína óstýfðar en hinar stýfðar og rímar fyrsta lína við fjórðu, önnur við fimmtu og þriðja við sjöttu. Í seinni hluta erindisins eru fjórar línur fimmkvæðar og óstýfðar og ríma þær allar saman. - Undir þessum hætti er Heimsósómi Skáld-Sveins. Um Skáld-Svein er ekkert vitað en talið hefur verið að hann hafi verið uppi á seinni hluta 15. aldar og ef til vill lifað eitthvað fram á 16. öldina. Davíðsdiktur Jóns Arasonar er einnig undir þessum hætti nema hvað hann víkur frá honum í því að önnur og fimmta lína eru óstýfðar og sama er að segja um kvæðið Ljómur sem einnig hefur verið eignað Jóni Arasyni en með vafasömum rétti.

Dæmi

Hvað mun veröldin vilja?
Hún veltist um svo fast
að hennar hjólið snýr.
Skepnan tekur að skilja
að skapleg setning brast
og gamlan farveg flýr.
Hamingjan vendir hjóli niður til jarðar.
Háfur eru til einskis vansa sparðar.
Leggst í spenning lönd og gull og garðar
en gætt er síður hins er meira varðar.
Skáld-Sveinn: Heimsósómi,1. erindi

Ljóð undir hættinum