Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Um hundadagakónginn 1809 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um hundadagakónginn 1809

Fyrsta ljóðlína:Rembilæti rak í stans
Heimild:Andvari.
bls.38. árgangur 1913, bls. 132–133
Bragarháttur:*Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1809
1.
Rembilæti rak í stans,
ríkir slepptu gjaldi,
ættleiðingur andskotans
Ísland tók með valdi.
2.
Reislum vansa eymdar af
Íslands herra fríu,
byggði skansa, boðorð gaf,
bannaði lögin nýju.
3.
Bláu prýddi flaggi frón,
frílands eftir rétti,
lærða kontórs-lóminn Jón1
lífvaktara setti.
4.
Danskra búðum loka lét,
lakki tímdi sóa,
trássmóðugum hirting hét,
hrifsaði grábaks móa.
5.
Herfang seldi hér og þar,
heimti byrðar Grana;
eins og skrattinn skjótur var
að skella merstertana.
6.
Síðan mánuð lakan lék
lukkunnar á hjóli;
hans umgengni honum vék
hátt af valdastóli.
7.
Mundi hafa mikið gleypt
mararþaks um rander,
hefði ekki undan hrafni steypt
herra Alexander.2
8.
Loksins sigldi vafinn vömm,
valda firrtur hanska; —
aftur hingað skaust með skömm
skólamúsin danska.3
Appendix.
Rembilæti rak í stans,
rymur nýtt ofbeldi,
Bretaslafi bygði skans
á breiðu ísaveldi,
fjandmenn þó hann felldi.
Engir syrgja Jörund jall, —
ég má biðja einsamall,
hann hausnum héldi.


Athugagreinar

1.
þ. e. Jón Guðmundsson Effersö, er fluttist síðan til Færeyja, og andaðist þar 1866. Hafði áður verið á skrifstofu hjá Trampe greifa.
2.
þ. e. Alexander Jones.
3.
Það mun eiga við Castenskjöld.