Jón Pétursson háyfirdómari | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Pétursson háyfirdómari

Fyrsta ljóðlína:Látlaust fas og falslaust hjarta
bls.395–396
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) ferkvætt AbAAb
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Látlaust fas og falslaust hjarta,
– finnst ei annað betra skraut –
með þessu réð hann skrúði skarta.
Skýrt var yfirlitið bjarta,
hið ytra þar hins innra naut.
2.
Farinn er hann til feðra sinna,
fagna þeir tryggum syni vel;
fyrir minning framliðinna
fróðum hal var ljúft að vinna,
hafði hann íslenskt hugarþel.
3.
Íslenskur var bæjarbragur,
breytt var ei frá gömlum sið;
tryggðarinnar forn og fagur
frændum skein og vinum dagur;
hugljúft var það heimilið.
4.
Réttlætið þó mest hann metti,
mat hann fleira en verkin tóm;
hugarfarið hátt hann setti
himins fyrir æðsta rétti
mun hann hreppa mildan dóm.
5.
Öldungsins hér allir sakna
ástvinir með hrygga lund,
en – huggun er að vita hann vaknar,
við með nýju fjöri raknar,
eftir langan elliblund.