Ísland | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ísland

Fyrsta ljóðlína:Hún er fögur
bls.3
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) AAbAbAAbb
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1860

Skýringar

Í Ljóðmælum er kvæðið merkt árinu 1860 en jafnframt segir: „Prentað í fyrsta sinn sérstakt í Rvík 1877“.
1.
Hún er fögur
með fannakögur
og fjallabrún,
hamra, gjögur,
holt og tún;
um nes og ögur
óð og sögur
og aldna rún
göfug geymir hún.
2.
Hvort sem flytur
fjúkin bitur
frost um ból,
eða glitar
grundir sól,
hörð og vitur
háleit situr
hún við norðurpól
segulsteins á stól.
3.
„Enginn falli
ærugalli“
á hana þá.
Bæjum allir
bölvi frá.
Eilífra fjalla’
á ofurstalli
uni gyðjan há,
heið og björt á brá.