Teitur í Bjarnanesi og Þorvarður Loftsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Teitur í Bjarnanesi og Þorvarður Loftsson

Fyrsta ljóðlína:Þennan dag var Þorláksmessa
bls.92–93
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) ferkvætt AbAAb
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Þennan dag var Þorláksmessa,
þá var dýrðin Skálholts stærst,
stað og kirkju biskup blessar,
best eru sóttar tíðir þessar,
en — dyrum kirkju í dag er læst.
2.
Með bleika klerka’ á báðar hendur
biskupinn Jón Gerreksson
altari fyrir fölur stendur,
feigðar er hann marki brendur. –
Bjarnaness er bóndans von.
3.
Kaleiknum upp hátt ’ann heldur,
hyggur það sér verndarskjöld,
en dauða mun í dag hann seldur,
dómur hans er þegar felldur,
makleg bíða’ hans málagjöld.
4.
Halur inn að grátum gengur
grannleitur við annan mann.
Biskup eigi biður lengur,
byrjar þegar nálgast drengur,
að kyrja Teit i kirkjubann.
5.
Yfir grátur inn þá snarar,
illa Teitur söngnum kann,
heiting Jón og hót ei sparar,
en — harðleiknari meðhjálpara
fyrir bragðið biskup fann.
6.
Lætur nú til skarar skríða,
skrúðanum flettir Teitur hann;
biskups engir boðum hlýða,
þótt bjóði’ hann klökkur gullið fríða;
tjáir hvorki bæn né bann.
7.
Biskups allar bila stoðir,
biluðu jafnvel krosstrén þá;
úr kirkju’ er leiddur klerkagoðinn,
í kýl er honum síðan troðið
og sökkt til botns í Brúará.
8.
Sveinar írskir voru vegnir –
var það starfi Loftssonar –
út úr kirkju allir dregnir,
í Íragerði síðan slegnir;
nafn með rentu reitur bar.
9.
Höldar voru heiftarstrangir,
héldu illa kirkjufrið,
en – menn hafa’ oft átt fullt í fangi
að forða sér við yfirgangi
klerkavalds i kristnum sið.
10.
Höfðu’ í fjötrum halir báðir
hjá herra Skálhots áður gist,
á holdi bæði’ og huga þjáðir,
hraktir, sveltir, barðir, smáðir;
guldu þeir fullu grimma vista.
11.
Einkum sveið þó Íslendingi,
í æðum fornt sem hafði blóð,
sorgin bæði’ og svívirðingin,
að siðaspilltum útlendingi
leiðst að kúga land og þjóð.