Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Huggun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Huggun

Fyrsta ljóðlína:Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi
bls.88–89
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) ferkvætt AbAAb
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1880
Flokkur:Sálmar
1.
Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi,
að heiminum verðirðu ekki að bráð,
þá berast lætur lífs með straumi
og lystisemdum sleppir taumi –
hvað hjálpar, nema herrans náð?
2.
Og þegar allt er upp á móti,
andinn bugaður, holdið þjáð,
andstreymisins í ölduróti
allir þó vinir burtu fljóti,
Guðs er þó eftir gæska og náð.
3.
Hver dugar þér í dauðans stríði,
er duga ei lengur mannleg ráð,
þá horfin er þér heimsins prýði,
en hugann nístir angur og kvíði –
hvað dugar, nema Drottins náð?