Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Uglan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Uglan

Fyrsta ljóðlína:Uppi situr ugla grá
bls.14
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1908

Skýringar

Neðanmáls stendur: „Svo er sagt að höf. hafi ort þessar vísur um kerlingu í Hvammi hjá B. Blöndal sýslumanni, sem hafði legið á því lúalagi að bera róg og tala illa um fólkið á bænum, og helst notað til þess kveldin og fyrr part nætur, þegar aðrir voru háttaðir og sofnaðir.“
Uppi situr ugla grá 
andvaka með rógi, 
til að koma illu á 
aðra fugla og svíkja þá, 
sem í náðum sofa í laufgum skógi. 

Strax þá ljóma sólar sér, 
í svefni út af hnígur; 
í klónum máttur enginn er, 
á henni lafa vængirnir; 
hún svo inn í holu sína smýgur.