Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB

Kennistrengur: 5l:-x:4,3,4,4,5:aBaaB
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er fimm braglínur og eru þær ferkvæðar nema önnur lína, sem er þríkvæð, og fimmta sem er fimmkvæð. Þær línur eru óstýfðar og ríma saman en hinar stýfðar og ríma saman. - Undir þessum hætti eru kveðin fjögur helgikvæði, Krossvísur II, Gyðingsdiktur, Eftirdæmið eitt eg sá og Úti í löndum eg hef spurt. Auk þess er nær annaðhvert erindi í kvæðinu Allra kærasta junfrú mín ort undir honum. Öll eru þessi kvæði trúlega úr katólskum sið. Hátturinn hefur tíðkast fram á þennan dag.

Dæmi

Sannan Guð með sætri grein
sérlega vil eg nú beiða,
mildi hans og miskunn hrein
mér lát ekki vera sein
loflig orð með elsku honum að greiða.
Krossvísur II, 1. erindi

Ljóð undir hættinum

≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 1300–1550  Höfundur ókunnur
≈ 1850  Jón Þorleifsson
≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 1300–1550  Höfundur ókunnur
≈ 1600  Höfundur ókunnur