Við jarðarför | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við jarðarför

Fyrsta ljóðlína:Dimmt er hvert rökkur er dagsbjarminn þrýtur
bls.144–145
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:Á milli 1913 og 1930
1.
Dimmt er hvert rökkur er dagsbjarminn þrýtur,
dapur sá mökkur er lífinu slítur.
Þá nóttin er gengin og árdagur ómar,
þá ymur hver strengur og morgunninn ljómar.
2.
Ó, gætu þeir séð sem að syrgja og missa
þá sannleikans gleði sem óhult er vissa,
að bönd þau sem tengja’ okkur eilífð ná yfir,
að allt sem við fengum og misstum það lifir.
3.
En alltaf það vekur hið innsta og hlýja,
er alfaðir tekur og gefur hið nýja.
Faðir í hendur þér felum við andann,
fullvís er lending á strönd fyrir handan.