Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Enn man ég vorið með blíða blæinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Enn man ég vorið með blíða blæinn

Fyrsta ljóðlína:Enn man ég vorið með blíða blæinn
Höfundur:Egill Jónasson*
bls.177
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1972

Skýringar

Fyrirsögn: Árið 1972, eftir 50 ára hjónaband, orti Egill til Sigfríðar:
1.
Enn man ég vorið með blíða blæinn
sem blómstrum stráði kringum mig,
þá var ég ungur ástfanginn piltur
sem elskaði vorið — og þig.
2.
En haustið kom í humátt á eftir
og hnígandi laufum stráði á mig,
Þá var ég orðinn aldraður maður
sem elskaði haustið — og þig.
3.
Þó vetur sé aldrei veðra tryggur,
sú veðurspá ekki hræðir mig,
því vorið nálgast með blíða blæinn,
blómstrandi rósir — og þig.