Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Herhvöt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Herhvöt

Fyrsta ljóðlína:Skalat halur hræðast dauða
bls.119–121
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbccDD
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Skalat halur hræðast dauða
helgan fyrir föðurláð,
afla geði ei skal nauða
að aldri gamals fær ei náð!
Halur lifað hefir nóg
hver, sá föðurlandi dó,
minning hans hjá mönnum lifir
þá mold er komin bein hans yfir.
2.
Ei er sorgar efni’ að fara
frá eymd og vonsku það í land,
þar heiðri vafins hetju skara
hittum fyrir stórt samband,
röskvan Tell og Regulus,
Ragnar, Kódrus, Decius!
og alla finnum ýta góða
er allra voru prýði þjóða.
3.
Betra’ er ei á beð að síga
og bíða sóttu kvalinn hel,
en í val með hraustum hníga
harmalaust við kúlna él,
bitur er dauði sóttar seinn,
sést hann aldrei koma einn,
fylgja’ honum hræðsla, hrelling, pína,
herdauði aleinn tekur sína.
4.
Frægur er sá fremstur gengur
feigðar út í élin hörð
og þá vinnst ei lífið lengur,
litar blóði græna jörð.
En sá huglaus undan snýr
ógn sér dauða þyngri býr,
aldraðir munu’ að honum glotta,
ungbörn hann og konur spotta.
5.
Út bjó drottinn ægishjálmi
augu prúðra, svo að þá
dauða þýtur ör af álmi
af ótta stundum fer hún hjá,
leitar hún ætíð fremst og fyrst,
að fái’ hún einhvern hræddan níst,
brjóst ódeigt við hættu harðnar,
huglaust bak er æ án varnar.
6.
Sá í stríði líf sitt lætur
langa’ og hrausta eftir vörn,
öllum heitir hann ágætur,
hann munu lofa barnabörn,
lifi’ inn hrausti, hann mun fá
heiðraðan sig af öllum sjá,
geta svo fyllt gamals vetra
gott er víst, en ekki betra.
7.
Fram því, bræður, förum teitir
fram í geysta oddahríð,
dauðans eða lífs í leitir,
lífið sjálft er eintómt stríð!
Halur lifað hefir nóg
hver sá föðurlandi dó,
minning hans hjá mönnum lifir
þá mold er komin bein hans yfir.